top of page

Ný bók, ný mynd

Sumarið er búið að vera viðburðarríkt, tvö stór verkefni hafa haldið mér uppteknum utan dagvinnunnar í Locked In Edinburgh.

Fyrst ber að nefna stuttmyndina DONOR sem við Fenrir Films skutum í Edinborg í júlí og er nú á lokametrunum í eftirvinnslu. Tónlistin og klippið eru komin í höfn og nú tekur við hljóð- og litvinnsla. Myndin verður frumsýnd í nóvember í London á útskriftarviðburði MET Film School í London.

Hitt verkefnið var glæný barnabók sem ber þann einfalda titil STELPAN SEM ÁKVAÐ AÐ FLYTJA HÚSIÐ SITT UPP Á FJALL (og þurfti að berjast við vélkjúklinga og sjóræningjaeðlur).

Teikningarnar í bókinni eru æðislegar þökk sé trylltum hæfileikum japönsku listakonunnar Ryoko Takamura, en bókin er fullkomin í kvöldlesturinn og kemur í búðir í október.

Recent Posts
Archive
bottom of page