top of page

Edinburgh Short Film Festival: Script Pitch Competition 2017 finalist

Ég var að fá þær frábæru fréttir að ég er kominn í lokaúrtak í Edinburgh Short Film Festival Script Pitch Competition 2017. Ég skrifaði 5 síðna handrit að nafni Roger, en það er lítil saga um gamlan mann sem þarf óvænt að sjá um kött dóttur sinnar gegn vilja sínum.

Fyrst ég er kominn í lokaúrtakið, þá er aðeins eitt skref eftir, það er pitch keppnin sjálf. Hún fer fram 11. nóvember næstkomandi í Edinborg, þar sem ég fæ 5 mínútur til að pitcha sögunni á dómara. Þetta er mjög spennandi, því aðal vinningurinn er miði á London Screenwriters Festival 2018, sem alla jafna kostar annan handlegginn. Þar eru allskyns fyrirlestrar og keppnir í gangi, þannig að það er til mikils að vinna.

Þá er bara að vona að enginn annar hafi skrifað handrit um kött.

Recent Posts
Archive
bottom of page