top of page

Þriðja bókin um Þrúði er mætt

Það er orðið að árlegum viðburði að Þrúður og fjölskylda hennar lendi í ótrúlegum ævintýrum.

2017 voru það eðlu sjóræningjar, 2018 var það ruslhvelið ógurlega og 2019 er það skelfilegasta ófreskja allra tíma. Rafmagnið fer af í miðju náttfatapartýi og Þrúði verður fljótt ljóst að margt leynist í myrkrinu.

Eins og í fyrri tveimur bókunum eru allar teikningar í höndum Ryoko Tamura, japanskri listakonu sem býr í Edinborg í Skotlandi. Hún notast við einstakan stíl sem er blanda af handmáluðum vatnslitamyndum, hálfgerðum clip-art aðferðum og svo tölvuvinnu. Saman skapar þetta teikningar sem eiga engan sinn líka - stútfullar af hlýju og litum.

Bókin fæst í öllum betri bókabúðum um allt land, ásamt því að vera fáanleg á netinu á þessari vefslóð: https://www.forlagid.is/vara/stelpan-sem-sigldi-kafbat-nidur-i-kjallara-og-lenti-i-sapufolki-og-smaninjum/

Svo var tekið viðtal við mig á dögunum af Lestrarklefanum um skrif bókarinnar, en það má lesa hér: https://lestrarklefinn.is/2019/11/12/thrudur-i-myrkri-i-thridju-bokinni/

Bókin er fullkomin fyrir fjörulega lestrarhesta á öllum aldri. Þessar teikningar hér að neðan eru sönnun þess.

Recent Posts
Archive
bottom of page