top of page

Stuttmyndin DONOR komin á netið

Eftir hátíðarflakk um víða veröld er stuttmyndin mín DONOR loksins komin á netið.

Þessi stuttmynd var skotin í Skotlandi sumarið 2017 og kláruð á fjórum mánuðum í London og Berlín. Lengd hennar er ansi knöpp, um 7 mínútur, og algjörlega laus við allt tal. Þeir sem mig þekkja vita hvað ég er hrifinn af dialogue, en handritið var skrifað með það í huga að fara út fyrir þægindarammann.

Burðarhlutverkið er í höndum leikkonu frá Ítalíu, Anna Marin, og tökustaðurinn var risastór, fyrrverandi dýraspítali í hjarta Edinborgar.

Myndina á má sjá hér að neðan, en hún er kannski ekki fyrir þá alla yngstu. Góða skemmtun!

Recent Posts
Archive
bottom of page