top of page

Glæný bók farin í prentun!

Ef þú áttir leið hjá íslenskri bókaverslun síðustu jól, þá eru allar líkur á því að þú hafir rekist á furðulega bók með afskaplega langan titil og einstaklega fallegar myndir á hverri opnu. Þetta hringir kannski einhverjum bjöllum:

Eins og titillinn gefur til kynna er þetta stórskemmtileg bók, svo skemmtileg að ég hef enn ekki rekist á það barn sem þótti hún leiðinleg. Það er þó helst í fréttum að glæný, afskaplega falleg bók er farin í prentun. Sami höfundur, sömu karakterar, sami pylsuhundur, sama listakona sem sér um teikningarnar. Hér er kápan!

Ég gerist svo djarfur að halda því fram að hún er jafnvel betri en sú fyrri, með teikningum sem eiga engan sinn líka í bókaflóðinu í ár. Ef þú þekkir skemmtilegt barn, barnalegt fólk eða hreinlega bara einhvern sem hefur gaman af hlýlegum sögum, æðislegum teikningum og hundum með löng eyru, þá er þetta bókin fyrir þig. Hún kemur í búðir í október.

Frekari upplýsingar má finna hér: https://www.gudnilindal.com/stelpansemtyndi

Recent Posts
Archive

© 2020 - Guðni Líndal Benediktsson

bottom of page