top of page

DONOR er tilbúin - og á leiðinni á Frostbiter

Í júlí skutum við stuttmyndina DONOR í Edinborg. Hún er útskriftarmynd Arnars Benjamíns framleiðanda sem er að klára MA nám í MET Film School í London í nóvember næstkomandi. Frá upphafi til enda hefur fjöldi manns komið að verkefninu og á einum tímapunkti flakkaði allskyns eftirvinnsla milli fjögurra landa. Þetta er búið að vera mikið púsl.

Í dag er stór dagur, við vorum að leggja lokahönd á myndina. Allri eftirvinnslu er hér með lokið. Þessu ber að fagna.

Hér að ofan getur að líta skjáskot úr myndinni, en af svipnum á leikkonunni að dæma, þá er þetta ekki rómantísk gamanmynd.

Myndin var að komast inn á Frostbiter hátíðina á Akranesi sem haldin verður 10.-12. nóvember, sem er ansi skemmtilegt. Ef þið eigið leið hjá, endilega lítið við og kíkið á Íslandsfrumsýningu DONOR. Óvíst er hvenær hún verður næst sýnd á landinu og því er um að gera að láta hana ekki framhjá sér fara.

Recent Posts
Archive
bottom of page