top of page

Læstur inni

Undanfarið ár hef ég unnið í dagvinnu í svokölluðu "Escape Room" í Edinborg, hjá fyrirtækinu Locked in Edinburgh. Þar hef ég stjórnað leikjum í bland við að hjálpa til við hönnun á þrautum og söguþræði fyrir ný herbergi.

Í janúar 2017 opnaði herbergið The Secret Lab, en það er merkilegt af tveimur ástæðum. Í fyrsta lagi, þá var það ég sem skrifaði söguna fyrir það herbergi. Í öðru lagi, þá þykir þetta herbergi vera eitt það besta á landinu, samkvæmt Trip Advisor og dómum sérfræðinga. Já, það eru til Escape Room sérfræðingar.

Ég er nýbúinn að leggja lokahönd á söguþráðinn fyrir glænýtt herbergi sem opnar fyrir jól, en mig grunar að það muni enda á að heita The Surgery eða eitthvað slíkt, þar sem raðmorðingi og týnd líffæri koma við sögu.

Ef þið eruð einhverntíma í Edinborg, endilega lítið í heimsókn og prufið að láta læsa ykkur inni, það er skemmtilegra en þið haldið.

www.lockedinedinburgh.com

Recent Posts
Archive
bottom of page