top of page

Ótrúleg ævintýri afa

Leyndardómur erfingjans

 

 

Leyndardómur erfingjans er æsispennandi og stórskemmtileg saga sem er beint framhald af Leitin að Blóðey sem kom út í fyrra. 

 

Atburðarrásin hefst á köldum sjúkrahúsgangi, þar sem Kristján litli neyðist til að húka aleinn á meðan hann bíður eftir mömmu sinni. En sem betur fer birtist afi hans með glænýja sögu í farteskinu. Hann var nefnilega sjálfur alveg hreint fárveikur eftir alla vitleysuna sem gerðist á Blóðey mörgum árum áður.

 

Þá þurfti hann að leggja land undir fót í kapphlaupi við tímann til að eiga möguleika á því að komast heim í heilu lagi, því á leiðinni lenti hann í allskyns óvættum sem hann fléttar inn í frásögnina eins og honum einum er lagið. Fjörulalli, sjóræningjar, töfra letidýr og Lagarfljótsormurinn sjálfur koma við sögu í þessu ótrúlega skemmtilega ævintýri sem ferðast þvert yfir landið og rúmlega það. 

 

Bókin fæst í öllum helstu bókabúðum. 

 

FLEIRI BÆKUR

DÓMAR UM BÓKINA: 

- H.Þ.Ó. VÍSIR: ☆☆☆ 

bottom of page