Ótrúleg ævintýri afa
Leitin að Blóðey
Leitin að Blóðey hljómar eins og virkilega óhugnanlegur titill. En engar áhyggjur, þetta er drepfyndin og þrælskemmtileg saga sem á engan sinn líka.
Þetta byrjar allt saman á því að Kristján vill ekki fara að sofa. Hann er sjö ára og hefur margt betra við tímann að gera. En þá birtist afi hans með alveg hreint ótrúlega sögu. Hann segir að hún sé sönn en hann hefur aldrei heyrt annað eins. Rændi seiðkarl á dreka henni ömmu? Barðist afi við tröll og ninjur? Bjó einbúi í Vatnajökli? Hvað er eiginlega Blóðey?
Sagan teygir sig landshorna á milli og rúmlega það.
Bókin bar sigur úr býtum í keppninni um Íslensku barnabókaverðlaunin 2014. Þar komst hún í flokk með sígildum bókum á borð við Emil og skundi, Benjamín Dúfa og Margt býr í myrkrinu. Bókin hentar öllum krökkum á aldrinum 7-12 ára.
Bókin fæst í öllum helstu bókabúðum.
DÓMAR UM BÓKINA:
- H.Þ.Ó. FRÉTTABLAÐIÐ: ☆☆☆☆
- M.B. MORGUNBLAÐIÐ: ☆☆☆½