top of page

Bráðum Áðan
Líf Söruh hefur verið í uppnámi síðan hún missti mömmu sína. Fjölskyldan botnar ekkert í henni og hún á enga samleið með krökkunum í skólanum. Dag einn birtist svo Elsa frænka eftir áralanga fjarveru, bullandi um alkemíu, tímaflakk og skrímsli - íklædd málmhönskum!
Áður en Sarah veit af er hún lögð af stað í stórhættulegt ferðalag gegnum tíma og rúm og orðin þátttakandi í gjörsamlega trylltu ævintýri þar sem bókstaflega allt getur gerst.
Bókin fæst í öllum helstu bókabúðum.
Kápu teiknaði Mikkel Mainz Elkjær.
bottom of page